Ís­land er aftur orðið grænt á korti sótt­varna­stofnunar Evrópu, eitt Evrópu­ríkja. Stofnunin upp­færir á hverjum fimmtu­degi kort sem sýnir ný­gengi CO­VID-19 smita í Evrópu. Græni liturinn er til marks um að 14 daga ný­gengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa.

Sam­kvæmt co­vid.is er ný­gengi innan­lands­smita á Ís­landi 12,3 miðað við 14 daga ný­gengi smita á hverja 100.000 íbúa og 6,5 miðað við 14 daga ný­gengi smita á hverja 100.000 íbúa

„Þetta er á­nægju­legur vitnis­burður um að sótt­varna­að­gerðir hér á landi duga vel, við erum á réttri leið og síðast en ekki síst fjölgar nú jafnt og þétt í hópi bólu­settra hér á landi“ segir Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra.

Alls hafa nú rúm­lega 95.000 ein­staklingar fengið bólu­setningu hér á landi og þar af eru rúm­lega 28.000 full­bólu­settir.

Ísland er eina græna ríkið í Evrópu. Eins og áður er hluti Noregs grænn.
Mynd/Sóttvarnastofnun Evrópu