Ís­land hefur verið tekið af lista alþjóðlega framkvæmdahópsins Finanti­al Action Task Force (FATF) yfir ríki með ó­full­nægjandi varnir gegn peninga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, svo­kölluðum gráum lista. Stofnunin tók á­kvörðun um þetta á fundi sínum í dag eftir vett­vangs­at­hugun sem fór fram hér á landi í lok septem­ber.

Í til­kynningu frá dóms­mála­ráðu­neytinu segir að þá þegar hafi sér­fræðingar FATF stað­fest að Ís­land hefði lokið með full­nægjandi hætti við þær að­gerðir sem þeim því var gert að grípa til í því skyni að komast af gráa lilstanum. Við vett­vangs­at­hugunina hafi sér­fræðingarnir einnig stað­reynt að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá stjórn­völdum til að halda á­fram vinnu við að styrkja varnir landsins gegn peninga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

„Undan­farin tvö ár hefur verið lyft grettis­taki í vörnum gegn peninga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Ég er þakk­lát fyrir það mikla og ó­eigin­gjarna starf sem hefur verið innt af hendi af hálfu fjöl­margra aðila og ein­stakra stjórn­valda hér á landi til þess að þessi niður­staða mætti líta dagsins ljós. Eru þeim öllum færðar þakkir og hamingju­óskir í til­efni á­fangans,“ segir Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir í til­kynningu.

Bretar og Bandaríkjamenn vildu Ísland á listann

Ís­land var sett á listann í októ­ber í fyrra og var þar bætt við á­samt Mongólíu og Simba­b­ve. Á meðal þeirra ríkja sem skipuðu þá listann voru til dæmis Kambódía, Panama og Jemen.

Áður en Ís­land var sett á listann hafði verið greint frá því að Bretar og Banda­ríkja­menn hefðu ýtt á að Ís­landi yrði komið þar fyrir. Evrópu­sam­bandið og flest aðildar­ríki þess studdu þó ekki að Ís­land færi á listann þegar á­kvörðun um það var tekin.

Málaflokkurinn áfram í brennidepli

Á blaðamannafundi í Hörpu í dag sagði dómsmálaráðherra að mikilvægt væri að draga lærdóm af reynslunni. „Málaflokkurinn verður áfram í brennidepli stjórnvalda þannig að tryggt verði að ekki komi til álita að Ísland lendi í sömu stöðu aftur. Fjórða úttektin stendur nú yfir og við leggjum áherslu á að tryggja það að við upplifum ávallt þau skilyrði sem upp verða sett varðandi þessar mikilvægu varnir fyrir íslenskt hagkerfi og efnahagslíf,“ sagði Áslaug á fundinum.

„Mikilvægt er að nefna að al­menn­ing­ur hef­ur brugðist skjótt og vel við ákalli um að skrá raun­veru­lega eig­end­ur fé­laga. Þar hef­ur ótrú­leg­ur ár­ang­ur náðst á aðeins einu ári og hafa nú rétt rúm­lega 93% skráð raun­veru­lega eig­end­ur hinna ýmsu fé­laga. Slík­ur ár­ang­ur er ekki sjálf­sagður og verður for­dæmi fyr­ir önn­ur lönd.“