Ís­land er í hópi fjögurra ríkja sem bættust á svo­kallaðan rauðan lista hjá breskum yfir­völdum vegna kórónu­veirufar­aldursins. Þetta þýðir að ferða­menn sem koma frá Ís­landi þurfa að fara í fjór­tán daga sótt­kví eftir komuna til Bret­lands.

Þetta kemur fram í frétt breska blaðsins E­vening Standard. Hin þrjú löndin, auk Ís­lands, eru Dan­mörk, Slóvakía og ey­ríkið Cura­cao í Karíba­hafi undan ströndum Venesúela.

Nýju reglurnar taka gildi að­fara­nótt laugar­dags en til­fellum í þessum löndum hefur farið fjölgandi að undan­förnu og komin yfir við­mið breskra stjórn­valda um örugg ríki með til­liti til út­breiðslu veirunnar.

Paul Charles, for­stjóri ferða­mála­ráð­gjafa­stofunnar The PC Agen­cy, segir við breska blaðið Metro að það sé sorg­legt að sjá rauða listann lengjast. Mikil­vægt sé að skipu­lagðar skimanir á landa­mærunum séu teknar upp sem gæti þannig stytt þann tíma sem ferða­menn þurfa að vera í sótt­kví.