Evrópusambandið greindi frá því í morgun að settar hefðu verið á neyðarreglur sem heimila takmörkun útflutning bóluefna. Er Ísland eitt þeirra ríkja sem sambandinu er leyfilegt að stöðva útflutning á bóluefnum til. Sigríður Á. Anderssen, formaður utanríkismálanefndar, segir þetta kalla á „hörð viðbrögð“ af hálfu Íslands.

Hún spyr hvers vegna Ísland sé á þessum listas en hún var upplýst um það „frá framkvæmdastjóranum að þetta muni ekki hafa áhrif á dreifinguna núna og Norðmenn hafa sagt það sama.“

Engu að síður sé um óskiljanlega og alvarlega ákvörðun að ræða af hálfu ESB, þrátt fyrir að sambandið hafi síðan greint frá því að þetta hefði ekki áhrif á Ísland.

Á bannlistanum má einnig finna Noreg, ásamt Albaníu, Armeníu, Aserbaísjan, Bosníu og Hersegóvínu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Ísrael, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Liechtenstein, Norður-Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Sviss.

Uppfært klukkan 20:55 eftir tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands

Ís­lensk stjórn­völd hafa feng­ið það stað­fest frá Evróp­u­sam­band­in­u að á­kvörð­un sam­bands­ins um að bann­a út­flutn­ing ból­u­efn­a gegn COVID-19 frá að­ild­ar­ríkj­um hafi ekki á­hrif á af­hend­ing­u ból­u­efn­a hing­að til lands. Frá þess­u er greint í til­kynn­ing­u á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Ís­land er hlut­i af sam­starf­i Evróp­u­þjóð­a um ból­u­efn­a­kaup og „sit­ur við sama borð og ríki Evróp­u­sam­bands­ins varð­and­i þau ból­u­efn­i sem samn­ing­ar fram­kvæmd­a­stjórn­ar fram­kvæmd­a­stjórn­ar Evróp­u­sam­bands­ins taka til og af­hend­ing­u þeirr­a,“ seg­ir í frétt­inn­i. Ból­u­efn­un­um sé út­deilt hlut­falls­leg­a jafnt til þeirr­a ríkj­a sem eru að­il­ar að samn­ingn­um mið­að við í­bú­a­fjöld­a og er Ís­land hlut­i af samn­ingn­um.