Tvær vélar eru nú annaðhvort lentar eða að hringsólast um loftin nú skömmu fyrir níu, stútfullar af sólarslegnum Íslendingum sem höfðu sleikt sólina á Tenerife.

Önnur frá Neos flugfélaginu og hin frá Icelandair. Blákaldur veruleikinn blasir við flugfarþegum en það gengur á með svo dimmum éljum að farþegar með Neos sitja inn í vél og láta fara vel um sig, eins vel og hægt er.

Vél Icelandair hringsólar nú um Reykjanesið með farþegana. Þegar þetta er skrifað er hún að fara hring númer tvö.

Hitinn var í kringum 15 gráðurnar á Tenerife þegar flugfarþegarnir lögðu af stað en veðrið á eyjunni fögru er yfirleitt eins, ansi ólíkt því sem hægt er að segja um það íslenska.