Þó lands­menn hafi fagnað sumar­deginum fyrsta fyrir tæpum þremur vikum var alls ekki sumar­legt um að litast þegar Ís­firðingar risu úr rekkju í morguns­árið.

Díana Jóhanns­dóttir, sviðs­stjóri at­vinnu­sviðs Ísa­fjarðar­bæjar, segir snjó­fallið hafa komið veru­lega á ó­vart.

„Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða grenja og mig langar helst ekki að segja það, en það er snjó­koma úti núna. Ég sem skellti sumardekkjunum undir bílinn minn í gær,“ sagði Díana þegar Frétta­blaðið hafði sam­band við hana nú rétt fyrir há­degi.

Að­spurð segist Díana ekki viss um hversu mikið hafi snjóað. „Ég þurfti alveg að moka snjó af bílnum mínum og það voru að minnsta kosti góðir fimm senti­metrar af snjó. En mér skilst það hafi verið tals­vert meira inn í firði,“ sagði hún.

Eftir­farandi myndir eru teknar á Ísa­firði í dag. Eins og sjá má hefur ofan­koman verið tals­verð.

Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend