Per­sónu­vernd sektaði Hupp­u­ís ehf. í gær um fimm milljónir króna vegna raf­rænnar vöktunar í einni ís­búð fyrir­tækisins. Kvartað hafði verið yfir raf­rænni vöktun á rými þar sem starfs­menn, sem margir eru undir lög­aldri, nota til að hafa fata­skipti í ein­kennis­búninga sína. Einnig var merkingum um vöktunina talið á­bóta­vant og ekki gætt að því að starfs­mönnum væri kunnugt um réttindi sín. Fyrst var greint frá á DV.

Per­sónu­vernd taldi vinnslu per­sónu­upp­lýsinga sem fólst í vöktuninni ekki styðjast við full­nægjandi heimild sam­kvæmt per­sónu­verndar­lögum og að hvorki hefði verið gætt að gagn­sæis­kröfu né meðal­hófs­kröfu laganna. Jafn­framt varð það til þyngingar sektarinnar að brotið varðaði hags­muni barns og ekki talið að Hupp­u­ís gæti borið fyrir sig van­þekkingu á lögum og reglu.

Auk sektarinnar var Hupp­u­ís gert að stöðva vöktunina og eyða efni úr eftir­lits­mynda­vélinni. Þá var fyrir­tækinu gert að endur­skoða verk­lags­reglur og fræðslu starfs­manna til að sam­ræmast lögum og reglu­gerðum.

Úrskurður Persónuverndar.