Írönsk yfirvöld hafa lokað fyrir aðgang almennings að internetinu frá því á laugardag. Mótmæli vegna hækkunar á eldsneytisverði og bensínskömmtunar hafa staðið yfir alla helgina.

Fjölmörg myndbönd birtust af mótmælunum í höfuðborginni Tehran á föstudag og snemma á laugardag en svo var lokað fyrir netaðgang laugardagskvöldið. Netumferð var takmörkuð fyrsta sólarhringinn og var síðar aðgang að internetinu algjörlega lokað.

„Þetta er víðamesta lokun á aðgang almennings að interneti sem við höfum séð í Íran,“ sagði Adrian Shahbaz, rannsóknastjóri hjá mannréttindastofunni Freedom House.

Það kemur á óvart að írönsk yfirvöld hafi lokað á allan netaðgang í staðinn fyrir að loka einungis á alþjóðlegan netaðgang, því þau hafa gert það áður. Það gæti þýtt að þau séu hræddari við eigið fólk og hafa áhyggjur af því að þau geti ekki stjórnað upplýsingagáttinni í miðjum mótmælum vegna efnahagsins.“