Simon Coven­ey, utan­ríkis­ráð­herra Ír­lands, segir stjórn­völd þar í landi sjá fram á að eyða hundruð milljónum punda fari svo að Bretar yfir­gefi Evrópu­sam­bandið (ESB) án samnings. Slík út­koma væri al­gjört „brjál­æði“ að hans sögn, sér­stak­lega í ljósi þess að tæp þrjú ár eru liðin síðan Bretar kusu með út­göngu úr sam­bandinu. 

„Auð­vitað viljum við lausn og já, það gremja hér á Ír­landi. Það eru innan við 40 dagar til stefnu þar til Bretar yfir­gefa ESB og við vitum ekki enn hvað ríkis­stjórnin þar í landi vill til að ná samningnum í gegn,“ sagði Coven­ey í dag. Breska þingið kol­felldi samning May og ESB snemma árs. Bretar ganga að öllu ó­breyttu úr ESB 29. mars næst­komandi. 

Ljóst er að sama hver út­koman verður mun hún hafa mikil á­hrif á Íra. Meðal þess sem hvað harðast er deilt um í tengslum við Brexit er hin svo­kallaða írsku var­úðar­ráð­stöfun (e. Back­stop) sem felur í sér að Norður-Írar þurfi að hlýða stærri hluta af reglu­verki ESB til þess að koma í veg fyrir sýni­leg landa­mæri. 

Ráð­stöfunin gæti orðið varan­leg, náist ekki sér­stakt sam­komu­lag um fyrir­komu­lagið. Þetta þykir meiri­hluta breska þingsins al­gjör­lega út í hött, telja það fela í sér ó­eðli­lega upp­skiptingu Bret­lands, og var var­úðar­ráð­stöfunin ein helsta á­stæðan fyrir því að samningur May var kol­felldur í janúar.