Íranir neita að hafa átt nokkurn þátt í dróna­á­rásum jemenska upp­reisnar­manna í Sádi Arabíu í gær. Á­rásunum var beint að einni stærstu olíu­vinnslu­stöð heims og olíu­svæði í Sádi Arabíu. Hútar í Jemen lýstu yfir á­byrgð á á­rásunum.

Stuttu eftir að á­rásirnar áttu sér stað birti utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna færslu á Twitter þar sem hann sagði engar vís­bendingar fyrir því að á­rásirnar hafi komið frá Jemen og sagði þær frá Íran. Hann kallaði eftir því að þjóðir heims for­dæmdu opin­ber­lega á­rásir Írana.

Ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá

Í dag hafa yfir­völd í Íran sent frá sér yfir­lýsingu þar sem þau neita aðild. Utan­ríkis­ráð­herra Íran sagði orð Pompeo „blind og til­gangs­laus“. For­sætis­ráð­herra Íran sagði að Íranar fylgi stjórnar­skrá sinni sem banni þeim að ráðast gegn ná­granna­þjóðum sínum.

Í kjöl­far á­rásanna þurfti að stöðva olíu­fram­leiðslu á Abqa­iq vinnslu­stöðinni og á Khurais olíu­svæðinu og hafði mikið á­hrif á fram­leiðslu. Vara­birgðir Sádi-Arabar eru þó taldar vera nægi­legar til að bæta mis­muninn upp. Magnið sem um ræðir í fram­leiðslu er þó sam­bæri­legt við fimm prósent allrar heims­fram­leiðslu á einum degi. Greint er frá á AP News.

Árás mun líklega hafa áhrif á heimsmarkaðsverð

Markaðir eru lokaðir í dag, en þó er lík­legt að á­rásin muni hafa ein­hver á­hrif á heims­markaðs­verð á olíu. Þá hefur spenna á svæðinu aukist á sama tíma og Banda­ríkja­menn og Íranir deila enn um af­kjarn­orku­væðingu Írana.

Þrátt fyrir yfir­lýsingar Pompeo hafa Banda­ríkja­menn gefið út að þau séu til­búin til að koma til móts við Sáda með því að flytja til olíu og koma þannig í veg fyrir skort á markaði. Orku­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna gaf það út í gær.

Ráð­herrann gaf út leið­beiningar til ráðu­neytis síns í gær um að vinna með al­þjóð­legu Orku­mála­stofnuninni að lausnum.

Greint er frá á Business Insi­der.