Íranir skutu í kvöld fjölda skot­flauga á her­stöðvar Banda­ríkja­manna í Írak. Þetta segir í til­kynningu frá varnar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna sem gefin var út rétt í þessu.

Þar kemur fram að ljóst sé að skot­flaugarnar hafi komið frá Íran og að þeim hafi verið skotið á að minnsta kosti tvær her­stöðvar Banda­ríkja­manna í Írak. Her­stöðvarnar sem um ræðir eru í Al Asad og Erbil og er nokkur fjöldi her­manna stað­settur þar. Ekki er ljóst hvort mann­fall hafi orðið í á­rásunum.

Tals­menn írönsku ríkis­stjórnarinnar hafa stað­fest að á­rásirnar séu hluti af hefndar­að­gerðum fyrir loft­á­rás Banda­ríkja­manna síðast­liðinn föstu­­dag sem varð íranska hers­höfðingjanum Qa­sam So­­leimani að bana.

Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, segist fylgjast vel með stöðu mála eins og er í færslu sem hún birti ný­lega á Twitter. Það sé lykil­at­riði að tryggja öryggi banda­rískra her­banna í Írak. „Hvorki Banda­ríkin né heimurinn hafa efni á stríði ein­mitt núna,“ sagði hún.

Donald Trump Banda­ríkja­for­seti tjáði sig einnig um málið á Twitter í öllu ein­faldari skila­boðum; með mynd af banda­ríska fánanum. Hátt­settur ráða­maður í Íran hafði þá fyrr í kvöld deilt mynd af íranska fánanum.


Fréttir The Guar­dian og New York Times um málið.