Utan­ríkis­ráð­herra Írans, Mohammad Javad Zarif, heitir því að landið muni leita hefnda eftir meinta net­á­rás Ísraels­manna á kjarn­orku­ver Írans á Natanz svæðinu í gær.

Auðgun úrans átti að hefjast í kjarn­orku­verinu um helgina, þvert á kjarn­orku­sátt­mála Írans, en um­rædd net­á­rás er sögð hafa tafið að­gerðirnar. Upp­haf­lega sagði tals­maður kjarn­orku­stofnunar Írans að ó­happ hafi valdið biluninni.

Ekki leið þó á löngu þar til yfir­maður kjarn­orku­mála í Íran, Ali Akbar Salehi, lýsti því yfir að um „kjarn­orku­hryðju­verk“ hafi verið að ræða. Hann hvatti al­­þjóða­­sam­­fé­lagið til að bregðast við at­vikinu og for­dæma Ísraels­menn fyrir á­rásina.

Virðast taka á­byrgð

Ísraelska ríkis­út­varpið heldur því fram leyni­þjónustuna Mossad hafa gegnt lykil­hlut­verki í á­rásinni en stjórn­völd í Ísrael hafa hingað til ekki tjáð sig opin­ber­lega um málið. Ísraelski her­foringinn Aviv Kochavi virtist þó stað­festa á­sakanirnar þegar hann sagði að­gerðum í Mið­austur­löndum væri ekki haldið leyndum.

Utan­ríkis­ráð­herra Íran sagði Ísraels­menn hafa sótt að landinu vegna þess árangurs sem Íran hefur náð varðandi af­léttingu refsi­að­gerða síðustu misseri. „Þau hafa lýst því yfir opin­ber­lega að þau muni ekki leyfa þessar af­léttingar. En við munum hefna okkur á Zíonistunum,“ sagði Zarif.

Samninga­nefnd Írans og að­komu­ríkjum kjarn­orku­sátt­málans funda nú í Vín í austur­ríki þar sem vonast er til að Banda­ríkja­menn muni aftur koma að sátt­málanum. Fyrrum Banda­ríkja­for­seti, Donald Trump, dró Banda­ríkin úr kjarn­orku­sátt­málanum árið 2018 en stjórn Joe Biden hefur lýst yfir vilja til að taka hann upp aftur.