Írakska þingið hefur nú sam­þykkt nýja ríkis­stjórn eftir sex mánaða bið en at­kvæða­greiðsla um málið fór fram innan þingsins í gær. Fyrrum blaða­maðurinn og yfir­maður leyni­þjónustunnar, Mu­stafa al-Kadhemi, tekur við sem for­sætis­ráð­herra en ekki hefur verið skipað í öll ráð­herra­em­bætti þar sem þingið hafnaði nokkrum sem sóst höfðu eftir em­bætti.

„Við erum að fara í gegnum al­var­legan kafla í okkar sögu. Írak stendur frammi fyrir fjölda á­skoranna, þegar kemur að öryggi, efna­hagnum, heil­brigðis­kerfinu, og jafn­vel fé­lags­málum, en það er ekki stærra en okkar vilji til að standa gegn þeim á­skorunum,“ sagði Kadhemi í á­varpi sínu eftir at­kvæða­greiðsluna.

Fjölmargir enn ósáttir

Að því er kemur fram í frétt Al-Jazeera um málið verður bar­áttan við CO­VID-19 far­aldrinum í for­gangi hjá nýja for­sætis­ráð­herranum en rúm­lega hundrað þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi og 6.418 látist.

Þá greindi hann frá því að hann muni sjá til þess að þeir sem standa fyrir morðum á mót­mælendum verði sóttir til saka. Mikill pólitískur órói hefur verið í landinu síðustu mánuði en fyrrum for­sætis­ráð­herra Írak sagði af sér í fyrra eftir að fjöldi fólks mót­mælti spillingu innan ríkis­stjórnarinnar.

At­kvæða­greiðslan í gær batt enda á margra mánaða óróa innan landsins en enn eru margir sem telja að nýja ríkis­stjórnin muni ekki breyta á­standinu í landinu.