Frances Haugen, fyrr­verandi vöru­stjóri hjá Face­book, sagði á breska þinginu í dag að Mark Zucker­berg, eig­andi og stofnandi Face­book, hafi ein­hliða vald yfir þremur milljörðum manns sökum stöðu hans innan Face­book. Haugen kallaði eftir því á breska þinginu að betra reglu­verk væri sett utan frá um fyrir­tækið og stjórnun þess svo að hægt sé að minnka skaða þess í sam­fé­laginu.

Haugen steig ný­lega fram og lak þúsundum skjala frá fyrir­tækinu og hefur á banda­ríkja­þingi og í við­tölum í Banda­ríkjunum sagt fyrir­tækið af­vega­leiða al­menning í gróða­skyni og að fyrir­tækið hylmi yfir sönnunar­gögn um dreifingu fals­frétta og á­róðurs og að gróði sé settur framar á­hrifum fyrir­tækisins á heiminn.

„Þangað til það kemur eitt­hvað sem vegur upp á móti þá verður þetta rekið fyrir hlut­hafa og þeirra hag en ekki með hag al­mennings að leiðar­ljósi,“ sagði Haugen.

… okkur líkaði við sam­fé­lags­miðla áður en við vorum með frétta­veitu sem er stjórnað af al­goriþma

Þá varaði hún við því að Insta­gram, sem er í eigu Face­book, verði aldrei öruggt fyrir ung­menni en milljón börn nota miðilinn dag­lega. Hún sagði að rann­sóknir fyrir­tækisins líktu yngstu not­endum miðilsins við fíkla sem geta ekki hætt þótt þeir séu ó­hamingju­samir.

„Það síðasta sem þau sjá á kvöldin er ein­hver að vera and­styggi­legur við þau. Það fyrsta sem þau sjá er haturs­full at­huga­semd og það er svo miklu verra,“ sagði hún á fundinum og sagði að rann­sóknir fyrir­tækisins bentu til þess að Insta­gram væri hættu­legra en aðrir miðlar fyrir börn eins og TikTok og SnapChat því að þar er svo mikil á­hersla lögð á saman­burð á líkama, lífs­stíl og að það sé verra fyrir börn.

„Ég hef miklar á­hyggjur af því að það sé ekki hægt að gera Insta­gram öruggt fyrir 14 ára ung­menni og ég hef miklar efa­semdir um að það sé hægt að gera það fyrir tíu ára barn.“

Meira frá vinum í fréttaveituna

Haugen hvatti Face­book til að breyta miðlinum á þann hátt að erfiðara sé að deila efni sem er fullt af hatri og fals­fréttum og að ýtt væru frekar undir að á frétta­veitum fólks væru færslur og myndir frá vinum þeirra.

„… okkur líkaði við sam­fé­lags­miðla áður en við vorum með frétta­veitu sem er stjórnað af al­goriþma,“ sagði Haugen.

Fram kemur í um­fjöllun Guar­dian um fundinn að staða Zucker­berg innan fyrir­tækisins sé þannig að hann eigi á­kveðin hluta­bréf sem þýðir að hann stjórnar fyrir­tækinu einn, og að það sama gildi um Insta­gram og What­sApp sem einnig er í hans eigu.

Nánar hér á vef Guar­dian.