Samfélagsmiðillinn Instagram hefur lengið unnið að auknu öryggi ungra notenda appsins og hefur fyrirtækið nú kynnt nýjar aðgerðir þar sem foreldrar geta fylgst betur með reikningi barna sinna.

Adam Mosseri, framkvæmdastjóri Instagram tilkynnti breytingarnar á dögunum, en þær taka gildi í byrjun næsta árs. 

Breytingarnar fela meðal annars í sér að foreldrar geta fylgst með hversu löngum tíma börn þeirra verja á miðlinum og sett þeim tímamörk.

Þá verður einnig takmarkaður möguleiki á að merkja ungmenni í færslum annarra, nema þeir séu fylgja þeim. Ungmenni fá einnig það tól að geta látið foreldrar sína vita í gegnum appið ef þau tilkynna einhverja manneskju, og gerir foreldrum kleift að fylgjast betur með einhverju óæskilegu.

Með tímanum bætast fleiri möguleika við appið, sem gæta að öryggi og innihaldi fyrir yngri kynslóðirnar, segir Mossei. 

Hann bendir einnig á að þróun sé á nýrri fræðslumiðstöð fyrir foreldra og forráðamenn sem mun innihalda kennslu og leiðbeiningar frá sérfræðingum til að ræða um notkun samfélagsmiðla við ungmenni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Instagram.