Stjórn Sorpu hefur falið Innri endur­skoðun borgarinnar að gera út­tekt á starf­semi fé­lagsins. Til­efni út­tektarinnar er 1,4 milljarða króna fram­úr­keyrsla við byggingu nýrrar gas- og jarð­gerðar­stöðvar í Álfs­nesi og vegna kostnaðar við tækja­búnaðar í stækkaða mót­töku­stöð í Gufu­nesi.

Í út­tektinni verður lögð á­hersla á að skoða stjórnar­hætti Sorpu með það í huga að al­var­leg mis­tök hafi verið gerð sem hafi á­hrif á sjóðs­streymi fé­lagsins og fjár­stýringu þess. Í því sam­hengi er talið mikil­vægt að skoða bæði um­gjörð og stjórnar­hætti Sorpu og leggja þannig á­herslu á á­ætlana­gerð og á­kvörðunar­töku vegna fjár­festinga í gas- og jarð­gerðar­stöðinni.

Einnig verður lögð á­hersla á að rýna í fyrri út­tektir á eftir­lits­um­hverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman um­fjöllun á einum stað um fé­lags­form og rekstrar­for­sendur á bak við á­kvarðanir.

Fram kemur í minnis­blaði sem lagt var fram á fundi Sorpu að í ljós hefur komið á síðustu vikum að kost naður vegna fjár­festinga í Álfs­nesi séu „um­tals­vert hærri“ en gert var ráð fyrir í sam­þykktri á­ætlun.

Segir að mati stjórnar Sorpu sé mikil­vægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mis­taka sem voru gerð við fram­setningu og sam­þykkt á fjár­hags­á­ætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hefur or­sakað þau frá­vik sem orðið hafa á á­ætluðum fram­kvæmda­kostnaði við gas- og jarð­gerðar­stöð. Á fundi í byrjun síðasta mánaðar fól stjórn for­manni og vara­for­manni að fá ó­háðan aðila til að fram­kvæma út­tekt á starf­semi fé­lagsins og leggja til­lögur þar að lútandi fyrir næsta fund stjórnar.

Gert er ráð fyrir því að Innri endur­skoðun kynni niður­stöður út­tektarinnar fyrir stjórn Sorpu í byrjun desember á þessu ári.