Til stendur að innrétta mathöll í Pósthússtræti 3 og 5.

Að því er fram kemur í umfjöllun byggingarfulltrúans í Reykjavík um umsókn fasteignafélagsins Reita á að breyta núverandi starfsemi á 1. hæð í mathöll með alls tólf rekstrareiningum.

Gert sé ráð fyrir 161 gesti í sæti á 1. hæð og 28 til 50 gestum í kjallara.Breytingar feli meðal annars í sér nýja glerbyggingu á baklóð og endurbyggingu á skúr á lóðinni.

Byggingarfulltrúi hefur nú veitt samþykki fyrir breytingunum. Ýmis starfsemi er nú í Pósthússtræti 3 og Hitt húsið er með aðsetur í Pósthússtræti 5 þar sem Pósturinn var eitt sinn með höfuðstöðvar sínar.

Nú þegar eru í borginni mathallir í Borgartúni, á Höfða, Hlemmi og á Granda.