Tyrk­neskir her­menn hafa hafið inn­rás sína í norður­hluta Sýr­lands og átök gegn her­liðum Kúrda því fyrir­séð, að því er fram kemur á vef BBC. Þetta var til­kynnt af Recep Tayyip Erdogan, Tyrk­lands­for­seta rétt í þessu.

Kúrdar sem stað­settir eru á svæðinu hafa verið lykil­banda­menn Banda­ríkja­manna gegn hryðju­verka­sam­tökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki. Á­kvörðun Donald Trump um að draga her­lið Banda­ríkjanna til baka hefur verið harð­lega gagn­rýnd bæði heima fyrir og á al­þjóða­vett­vangi.

Í frétt BBC er tekið fram að Tyrkir vilji með um­ræddri árás búa til svo­kallað hlut­laust svæði við landa­mæri sín, sem sé frjálst undan yfir­ráðum Kúrda. Sjálf­stæðis­bar­átta Kúrda hefur löngum verið þyrnir í augum tyrk­neskra stjórn­valda, sem meðal annars flokka banda­menn Banda­ríkja­manna sem hryðju­verka­sam­tök.

Kúrdar hafa lýst á­kvörðun Trump sem „rýtings­stungu í bak sitt“ en for­setinn hefur sjálfur lagt á­herslu á að hann muni „gjör­eyði­leggja“ tyrk­neskan efna­hag ef að Tyrkir „ganga of langt“ í inn­rás sinni. Segir hann að Tyrkir eigi ekki að gera neitt sem falli „utan skil­greiningar okkar um það sem er mann­úð­legt.“

Kúrdar hafa haft þúsundir víga­manna hryðju­verka­sam­takanna og ættingja þeirra í haldi. Segja tals­menn þeirra að alls­endis ó­víst sé hvað verði um þetta fólk vegna þessara nýjustu tíðinda af svæðinu.