Guð­rún Aspelund, sótt­varnar­læknir, segir fjölgun inn­lagna vegna Co­vid-19 sjúk­dómsins vera eina á­stæðu fyrir því að sótt­varnar­læknir og Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins hvetja til frekari bólu­setningar.

„Á­stæðan fyrir því að við fórum af stað með þetta er sú að þátt­takan mætti auð­vitað vera betri en einnig vegna þess að við sáum aukningu á inn­lögnum núna, sér­stak­lega í nóvember,“ segir Guð­rún í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Það hefur verið línu­leg aukning. Það voru kannski fimm til átta í byrjun mánaðar en núna eru búnir að vera 25,“ segir Guð­rún.

„Við vitum það að það er ekki skylda að fara í sýna­töku svo þær tölur eru ekki alveg eins mark­tækar eins og þær voru, þannig að þær gefa okkur ekki alveg rétta mynd en inn­lagningarnar eru alveg stað­reynd,“ segir Guð­rún.

Smit enn dreifð um samfélagið

Hún segir smitin enn vera dreifð víða um sam­fé­lagið. En um 30 prósent þeirra sem mæta í sýna­töku greinast með sjúk­dóminn.

„Þetta gefur til kynna að það sé tölu­vert meira um smit ef svona hátt hlut­fall er að greinast í sýna­töku.“

Hún segir dag­lega greinast um 30 manns. „Það rokkar svo­lítið mikið. Dettur til dæmis niður um helgar, það hefur alltaf gert það,“ segir Guð­rún.

Hún segir mætingu í bólu­setningu ekki hafa verið lé­lega en þau leggja helst á­herslu á að fólk sem er 60 ára og eldri og þau sem eru með ó­næmis­bælandi sjúk­dóma eða aðra á­hættu­þætti auk barns­hafandi kvenna og heil­brigðis­starfs­fólks mæti í örvunar­bólu­setningu.

„Það mætti vera betri þátt­taka hjá 60-69 ára, það er um 50 prósent sem eru bólu­sett í þeim hópi,“ segir hún og bætir við „60 til 69 ára er fólk sem er enn í vinnu og á ferðinni og við viljum bæta þátt­tökuna þar sér­stak­lega.“