Páll Matthías­­son for­­stjóri Land­­spítalans og Már Kristjáns­­son yfir­­­læknir og for­­maður far­­sóttar­­nefndar skiluðu minnis­blaði til heil­brigðis­ráð­herra í gær um stöðu mála á Land­­spítalanum í fjórðu bylgju Kórónu­veirufar­aldursins. Jafn­­framt var gerð grein fyrir spá um þróun far­aldursins.

„Í stórum dráttum snýr þetta að því sem við höfum gert og ætlum að gera, og byggir þessi smá á gögnum í fjórðu bylgju sem unnin er með Há­­skóla Ís­lands. Við reynum að gefa okkur á­­kveðnar for­­sendur um það hvernig hlutir muni þróast næstu tvær til þrjár vikurnar, á grund­velli þess erum við við að segja hvernig við sjáum stöðuna,“ segir Már í samtali við Fréttablaðið.

Kerfið þanið

Á föstu­­daginn síðast­liðinn sagði Páll að staðan á spítalanum væri erfið en verið væri að leita allra leiða til að bregðast við mönnunar­vandanum.

Már segir að spítalinn hafi fengið bjargir með því að hafa greiðari að­­gang við að út­­skrifa fólk á nær­­liggjandi sjúkra­hús, fengið að­­stoð utan­­að­komandi heil­brigðis­­stofnana úr einka- og opin­bera geiranum.

„Við höfum breytt okkar innri starf­­semi og það sem er baga­­legast er að við erum að fresta því sem við teljum okkur getað frestað, en ef smitum fjölgar mikið næstu tvær vikur í sam­­fé­laginu er það mikið við­fangs­efni fyrir spítalann og segir það er ekki mikið svig­rúm fyrir þau á­­föll sem við erum alla jafna í stakk búin að takast á við,“ segir Már.

Að sögn Más er kerfið þanið og það minnki við­bragðs­­getu spítalans ef eitt­hvað stór­­fellt bjátar á.

Góðu fréttirnar

Már segir þó að góðu fréttirnar eru þær að inn­lögnum fari fækkandi. „Þetta virðist vera að fylgja þessu spá­líkani sem við settum upp, þar sem heldur er verið að draga úr og fækkun á inn­lögnum,“ segir hann.