Tölvan sem um ræðir stjórnar hleðslu rafhlöðunnar undir bílnum. Tengið fyrir tölvuna getur skemmst þrátt fyrir hlíf sem á því er og getur það leitt til þess að rafhlaðan ofhitnar. "Ef rafhlaðan ofhitnar getur það leitt til þess að kviknað gæti í bílnum. Það getur gerst þótt að farartækið sé ekki í notkun eða í gangi" sagði talsmaður Ford-Werke GmbH við þýsku asp-Online vefsíðuna. Um 27.819 bíla er að ræða sem smíðaðir voru í verksmiðju Ford í Valencia á Spáni frá 1. júlí 2019 til 25. júní 2020. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.