Emmessís hefur ákveðið að innkalla af markaði ísinn Bragðaref sem seldur er undir nafni Krónunnar.
Ástæða innköllunarinnar er að í innihaldslýsingu vantar upplýsingar um að karamellukúlur sem eru í ísnum innihalda möndlur. Ísinn getur þar með verið hættulegur einstaklingum með möndluofnæmi.
Athygli er vakin á því að innköllunin varðar vöruna óháð best fyrir dagsetningu. Varan er aðeins til sölu í verslunum Krónunnar og hefur nú þegar verið tekin úr sölu í öllum verslunum.
Viðskiptavinum Krónunnar sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir möndlum er bent á að þeir geti skilað vörunni til Emmessíss ehf. við Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík gegn fullri endurgreiðslu.