Emm­ess­ís hefur á­kveðið að inn­kalla af markaði ísinn Bragðaref sem seldur er undir nafni Krónunnar.

Á­stæða inn­köllunarinnar er að í inni­halds­lýsingu vantar upp­lýsingar um að kara­mellu­kúlur sem eru í ísnum inni­halda möndlur. Ísinn getur þar með verið hættu­legur ein­stak­lingum með möndlu­of­næmi.

At­hygli er vakin á því að inn­köllunin varðar vöruna óháð best fyrir dag­setningu. Varan er að­eins til sölu í verslunum Krónunnar og hefur nú þegar verið tekin úr sölu í öllum verslunum.

Við­skipta­vinum Krónunnar sem keypt hafa vöruna og hafa of­næmi eða óþol fyrir möndlum er bent á að þeir geti skilað vörunni til Emm­essíss ehf. við Bitru­hálsi 1, 110 Reykja­vík gegn fullri endur­greiðslu.