Innlent

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

​Brotið var gegn inn­kaupa­reglum Reykja­víkur­borgar með fram­kvæmdum við Naut­hóls­veg 100, þar sem hinn marg­um­talaði braggi var meðal annars gerður upp. Þetta er niður­staða borgar­lög­manns.

Bragginn margumtalaði við Nauthólsveg 100. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Brotið var gegn inn­kaupa­reglum Reykja­víkur­borgar með fram­kvæmdum við Naut­hóls­veg 100, þar sem hinn marg­um­talaði braggi var meðal annars gerður upp. Þetta er niður­staða borgar­lög­manns sem lagði fram álit sitt um fylgni við inn­kaupa­reglur á fundi inn­kaupa­ráðs í dag. 

Þar segir verk­efnið hafi ekki verið út­boðs­skylt og að sama skapi hafi skrif­stofa eigna og at­vinnu­þróunar ekki brotið lög með gjörningum sínum. Hins vegar hafi inn­kaupa­reglur borgarinnar verið brotnar.

Borgar­lög­maður greinir einnig frá því í á­litinu að tafir við fram­lagningu á­litsins stafi af því að upp­lýsingar frá skrif­stofu eigna og at­vinnu­þróunar lágu ekki fyrir fyrr en 15. októ­ber síðast­liðinn. 

Í á­litinu kemur fram að borgar­lög­maður hafi áður upp­lýst inn­kaupa­ráð um tafir á af­hendingu upp­lýsinga og gagna á fundum ráðsins en að ráðið hafi ekki bókað um þær sér­stak­lega á fundum sínum. 

„Borgar­lög­maður kemst að þeirri niður­stöðu að verk­efnið hafi ekki verið út­boðs­skylt sam­kvæmt þá­gildandi lögum um opin­ber inn­kaup nr. 84/2005 og sé því ekki um brot á þeirri lög­gjöf að ræða í til­viki endur­byggingar á húsa­þyrpingunni við Naut­hóls­veg 100,“ segir í frétt á vef borgarinnar.

Samkomulag með munnlegum hætti

Í á­litinu kemur fram að við yfir­ferð hafi komi í ljós að þeir samningar sem gerðir hafi verið hafi ekki verið skrif­legir heldur með munn­legum hætti. Einungis eitt til­vik sýndi fram á saman­burðar­til­boð en að öðru leyti voru ekki til staðar gögn sem sýndu fram á að leitað hefði verið hag­kvæmustu til­boða. 

Líkt og fyrr segir hafi verk­efnið ekki verið út­boðs­skylt sam­kvæmt þá­gildandi lögum um opin­ber inn­kaup. Upp­haf­leg kostnaðar­á­ætlun, sem unnin var af verk­fræði­stofunni Eflu, hafi gert ráð fyrir 146 milljónum til 158 milljóna króna.

Inn­kaupa­ráð telur að á­litið nýtist vel við endur­skoðun inn­kaupa­reglna sem nú stendur yfir.

Frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Álit borgarlögmanns til innkauparáðs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Veður­við­varanir og verk­föll stöðva ekki Sam­fés

Innlent

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Innlent

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

​„Við lifum af einn dag“

Laun forstjórans hærri en samanlögð velta fjölmiðlanna

Auglýsing