Innlent

Inn­kalla te sem inni­heldur róandi lækninga­jurt

​Matvælastofnun varar við neyslu á te-inu „I feel calm“ frá Te og Kaffi.Te-ið inniheldur jurtina garðabrúðu (Valeriana officinalis). Garðabrúða er ræktuð víða í Evrópu og úr henni unnið róandi lyf.

Te-ið inniheldur garðabrúðu sem er ræktuð víða í Evrópu og úr henni unnið róandi lyf.

Matvælastofnun varar við neyslu á te-inu „I feel calm“ frá Te og Kaffi og eru neytendur sem hafa keypt það beðnir um að skila því þangað sem það var keypt.

Te-ið inniheldur jurtina garðabrúðu (Valeriana officinalis). Garðabrúða er ræktuð víða í Evrópu og úr henni unnið róandi lyf. Á vef Náttúrufræðistofnunar kemur fram að jurtin sé þekkt lækningajurt og ef rótin sé notuð á réttan hátt hafi hún róandi áhrif.

Samkvæmt flokkunarlista Lyfjastofnunar er jurtin B-merk. Það þýðir að varan hefði þurft flokkun. Lyfjastofnun hefur það hlutverk að skera úr um hvort einstök efni eða efnasambönd teljist lyf leiki á því vafi. Allar vörur sem innihalda efni eða efnasambönd sem falla undir skilgreiningu lyfjalaga á lyfi þurfa að hafa markaðsleyfi útgefið af Lyfjastofnun lyfjalaga og uppfylla kröfur sem gerðar eru til lyfja.

Te & Kaffi biður neytendur velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Tilkynningu þeirra má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ör­vænting þegar bilaður rúllu­stigi þeytti fólki áfram

Innlent

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Innlent

Niður­staða á­frýjunar­nefndar til skoðunar hjá Isavia

Auglýsing

Nýjast

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Aurus Arsenal er hærri gerð forsetabíls Putin

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Dæmd­ur fyr­ir að skall­a mann á bíl­a­stæð­i á Skag­an­um

Kallaði ekki eftir hjálp og lét sig hverfa

Héldust í hendur í mikilli ó­kyrrð í flugi Icelandair

Auglýsing