Mat­væla­stofnun varar við neyslu á til­teknum kjúk­lingi vegna gruns um salmonellu. Reykja­garður hf. hefur stöðvað sölu og inn­kallar af markaði eina lotu af kjúk­lingi. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Inn­köllunin nær ein­göngu til eftir­farandi rekjan­leika­númers:
• Vöru­heiti: Holta, Kjör­fugl og Krónu kjúk­lingur (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
• Rekjan­leika­númer: 001-20-33-1-02
• Dreifing: Iceland verslanir, Hag­kaups­verslanir, Krónan, KR, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heim­kaup, Kaup­fé­lag Skag­firðinga, Bjarna­búð, Kjör­búðin, Hlíða­kaup

Neyt­endur sem hafa keypt kjúk­linga með þessu rekjan­leika­númeri eru beðnir að skila vörunni til við­komandi verslunar eða beint til Reykja­garðs hf., Foss­hálsi 1, 110 Reykja­vík.