Mat­vinnslu­fyrir­tækið Holta hefur á­kveðið að inn­kalla kjúk­ling eftir að upp kom grunur um salmonella hefði greinst í kjúk­linga­hópi hjá Reykja­garði hf. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Í til­kynningunni segir að í sam­ræmi við gæða­stefnu fram­leiðanda og verk­lags­reglur, hefur dreifing af­urða verið stöðvuð og inn­köllun hafist.

Neyt­endur sem hafa keypt kjúk­linga með þessu rekjan­leika­númeri eru beðnir að skila vörunni til við­komandi verslunar, eða beint til Reykja­garðs hf., Foss­hálsi 1, 110 Reykja­vík

Í til­kynningunni er tekið fram að ef á­prentuðum leið­beiningum á um­búðum er fylgt er þessi kjúk­lingur hættu­laus fyrir neyt­endur. Neyt­endur eru beðnir um að gæta þess að blóð­vökvi berist ekki í aðra mat­vöru og steikið vel í gegn.

Um er að ræða kjúk­ling með rekjan­leika­númeri 002-20-26-3-01, 003-20-26-2-01.

  • Vöru­heiti: Holta, Kjör­fugl og Krónu kjúk­lingur
    • Rekjan­leika­númer: 002-20-26-3-01, 003-20-26-2-01. (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
    • Dreifing: Iceland verslanir, Hag­kaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó, Costco.