Inn­nes ehf., hefur að höfðu sam­ráði við Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur, stöðvað sölu og inn­kallað frá neyt­endum Billys Pan Pizza Peperoni. Á­stæða inn­köllunar er vegna málm­stykkis sem fannst í einni pizzu. Í til­kynningu segir að að­skota­hlutir úr málmi geri mat­væli ó­örugg og óhæf til neyslu.

Við­skipta­vinir sem keypt hafa ofan­greinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn nýrri vöru.

Bónus og Hag­kaup um land allt, Krónan um land allt, Kram­búðin, Kjör­búðin og Nettó um land allt, Extra í Kefla­vík, Akur­eyri og Barón­stíg, Heim­kaup, Hlíðar­kaup, Fjarðar­kaup, Þín Verslun, Verslunin Rang­á, Kríu­veitingar, N1 Nesti Hring­braut, Skerja­kolla ehf, Albína, Kaup­fé­lag Skag­firðinga, Góður Kostur, Verslunin Urð og Verslun Kassans á tíma­bilinu 6.11.2020 – 19.01.2021.

Upp­lýsingar um vöru sem inn­köllunin eins­korðast við:

  • Vöru­merki: Billys
  • Vöru­heiti: Pan Pizza Peperoni
  • Geymslu­þol: Best fyrir Dag­setning: 09.06.2021
  • Strika­merki: 7310960718116
  • Nettó­magn: 170 g
  • Geymslu­skil­yrði: Frysti­vara
  • Fram­leiðandi: Gunnar Dafgård AB
  • Fram­leiðslu­land: Sví­þjóð
  • Heiti og heimilis­fang fyrir­tækis sem inn­kallar vöru: