Um­boðs­maður Al­þingis bíður þess að ráð­herra svari bréfi sem hann sendi fyrr í mánuðinum um ein­veru­her­bergi barna í grunn­skólum á landinu.

Að frum­kvæði em­bættisins hafa inni­lokanir barna og eins­konar skammar­krókar verið til skoðunar hjá þeim en auk þess hafa þau aflað gagna frá sveitar­fé­lögum og mennta­mála­ráðu­neyti og þá hefur starfs­fólk em­bættisins heim­sótt þrjá skóla sem liður í rannsókn þeirra.

Heimsóttu þrjá skóla

„Við öfluðum þessara gagna með fyrir­spurnum til sveitar­fé­laga og til ráðu­neytisins og síðan fórum við á vett­vang í þremur skólum,“ segir Skúli Magnús­son, um­boðs­maður Al­þingis, um bréf sem hann sendi á ráð­herra fyrr í mánuðinum en þar óskaði hann eftir því að ráðu­neytið myndi út­skýra af­stöðu sína betur og ráð­herra bregðast við þeim á­bendingum sem koma fram í bréfinu um ein­veru­her­bergi nem­enda í grunn­skólum og þann vanda sem blasi við vegna „skóla án að­greiningar“.

„Niður­staða þessara skoðunar er, að svo stöddu sú, að þarna sé ekki um ræða kerfis­bundið verk­lag sem feli í sér frelsis­sviptingu um­fram neyðar­réttar- eða nauð­varnar­til­vik þar sem ljóst er að frelsis­svipting getur að­eins varað í mjög skamman tíma. En eins og lögð er á­hersla á þá erum við ekki að rann­saka ein­staka mál þar sem frelsis­svipting á slíkum grund­velli kann að hafa verið úr hófi. Það sem við höfðum á­huga á fyrst og fremst var að kanna hvort það væri búið að koma upp ein­hverju al­mennu verk­lagi í grunn­skólum landsins sem ekki sam­rýmist lögum um grunn­skóla, al­mennum reglum og mann­réttindum,“ segir Skúli.

Innleiða verklag Brúarskóla án nokkurs eftirlits

Hann segir að bréfið skýrt og að það sé kallað eftir því að ráðu­neytið taki af­stöðu til þeirrar að­ferðar­fræði og verk­lagi sem búið er að inn­leiða í fleiri skólum með notkun ein­veru­her­bergja.

Í bréfinu segir, sem dæmi, að ein­hverjir skólar hafi inn­leitt verk­lag frá Brúar­skóla, sem er sér­skóli fyrir börn og ung­linga með al­var­legan hegðunar-, til­finningar- og geð­rænan vanda en starfs­fólk skólans hefur einnig sinnt ráð­gjöf í skólum á suð­vestur­horni landsins.

Í bréfinu kemur fram að í öðrum grunn­skólum hefur verk­lag Brúar­skóla um ein­veru­her­bergi verið inn­leitt en því ekki fylgt neitt eftir­lit um hvort að það sé gert rétt og við hvaða að­stæður barnið eigi að fara þangað og með hverjum.

„Þetta er eitt­hvað sem virðist verða til, og á það er bent í bréfinu, sem við­brögð við þeim vanda sem grunn­skóli án að­greiningar leiðir af sér. Ný­legur úr­skurður ráðu­neytisins um mál nemanda, sem hefur verið í fréttum, ber að mínum dómi með sér að ráðu­neytið viti ekki ná­kvæm­lega hvað er verið að gera í skólunum og hvernig er verið að nota þessi nýju úr­ræði,“ segir Skúli og að það sé ekki nóg að ráðu­neytið segi að það megi ekki nota þessi úr­ræði, það verði að út­skýra það betur.

Þetta er eitt­hvað sem virðist verða til, og á það er bent í bréfinu, sem við­brögð við þeim vanda sem grunn­skóli án að­greiningar leiðir af sér.

Til dæmis sé það nefnt í bréfinu að for­taks­laust bann við ein­veru­her­bergjum myndi þýða miklar breytingar fyrir verk­lag í Brúar­skóla því þau mættu heldur ekki nýta úrræðið lengur.

En þessi úrræði hafa ekki einungis verið notuð í þeim skólum sem voru heimsóttir því eins og hefur verið fjallað um í Fréttablaðinu þá eru þau notuð í ein­hverri mynd í fleiri grunn­skólum í Reykja­vík samkvæmt ráðleggingum far­teyma Reykja­víkur­borgar.

„Þessi að­ferðar­fræði hefur verið tekin upp í öðrum skólum en Brúar­skóla og það sem em­bætti um­boðs­manns hefur helst á­hyggjur af er að það sé gert án þess að það sé rætt, mótuð stefna og án þess þau sem fást við þetta í grunn­skólunum séu með þjálfun til þess og fag­lega kunn­áttu svo og viti hvað má og hvað ekki sam­kvæmt lögum.“

Útilokar ekki fleiri heimsóknir

Spurður hvort að það verði nú tekið hlé á málinu þar til að svar berst frá ráðherra segir Skúli að em­bættið haldi á­fram að fylgjast með málinu og að hann úti­loki ekki að um­boðs­maður fari í fleiri heim­sóknir eða óski frekari gagna.

„Sér­stak­lega ef það koma upp á­bendingar um ein­stök mál þá á úti­loka ég ekki fleiri heim­sóknir. Þá er hugsan­legt að ítar­legra álit og greining á laga­legri stöðu málsins komi frá em­bættinu. Það fer tíma og vinna í slíka á­lits­gjöf og em­bættið er enn ekki búið að fá það á hreint hver fjár­veitingin verður á næsta ári. Við erum með tak­markaða burði til að vinna að öllum þeim verk­efnum með þeim ítar­lega hætti sem við myndum vilja en það er fullt til­efni til að reifa enn betur þann ramma sem er utan um þessi mál og út­skýra að þessi ein­veru­her­bergi falla illa að gildandi reglum sem gera í raun ráð fyrir annars konar við­brögðum við ó­æski­legri hegðun nem­enda,“ segir Skúli.

Stærri umræða um skóla án aðgreiningar

Hann segir að auð­vitað verði að fara var­lega í þessum málum og leita skilnings á þeim að­stæðum sem að­stæðum sem skólarnir séu að reyna leysa.

Í við­tölum við skólanna og kennara kemur í grunninn fram að þau telja sig vera úr­ræða­litla og stundum nánast ráð­þrota í mál­efnum ein­stakra barna.

Allt þetta tengist svo, eins og bent er á í bréfinu og fleiri hafa bent á eins og umboðsmaður barna, stærri um­ræðu um skóla án að­greiningar og rétt barna til að vera í skóla. Því eins og kemur fram í bréfinu þá eru þeir nem­endur sem hafa verið beittir þessu úr­ræði oft með ein­hvers konar sér­þarfir eða greiningar.

„Í við­tölum við skólanna og kennara kemur í grunninn fram að þau telja sig vera úr­ræða­litla og stundum nánast ráð­þrota í mál­efnum ein­stakra barna. Það er skóla­skylda þannig skólunum ber skylda til að sinna þessum nem­endum og þetta er þá orðin snúin staða þegar barn á rétt á því að sækja skóla og skólanum skylda til að veita honum kennslu en telur sig samt ekki geta gert það. Boltinn er núna hjá ráð­herra og til­efni til að bregðast við þegar það er búið að benda á að það er á­kveðin ó­vissa og vandi á þessu sviði.“