Fram kom á mál­stofu Vinnu­eftir­litsins um inni­vist og raka­skemmdir að raka­skemmdir séu nokkuð al­gengar á Ís­landi og að á­hrif þeirra séu víð­tæk. Þó að tengslin séu sterk við, til dæmis, ýmis ein­kenni í öndunar­færum þá hefur ekki verið sýnt fram á bein or­saka­tengsl. Þá kom fram að inni­loft geti verið marg­falt mengaðra en úti­loft og að þar geti meira spilað inni í einungis raka­skemmdir, þótt að það sé einn stærsti á­hrifa­þátturinn.

María I Gunn­björns­dóttir, yfir­læknir of­næmis­lækninga á LSH, fór á mál­stofunni yfir far­alds­fræði raka­skemmda og benti, meðal annars, á leið­beiningar frá Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnun Who gui­delines for indoor air qu­ality sem hún sagði hafa markað þátta­skil í þessum fræðum.

„Við eyðum ævinni innan­dyra og þess vegna er inni­vist okkur mikil­væg,“ sagði María og að það væri mikil­vægt að inni­vistin styðji við heilsu. Hún sagði fyrir­byggjandi að­gerðir al­gert lykil­at­riði.

María sagði að far­alds­fræði­legar rann­sóknir byggi al­mennt á spurninga­listum um um­hverfis­þætti og heilsu. Spurt sé um raka­þéttingu, sýni­lega myglu, myglu­lykt, leka á heimili og hvort gólf­efni séu mis­lit eða ó­jöfn. Sam­kvæmt rann­sókn sem María talaði um og Ís­land tók þátt í eru raka­skemmdir nokkuð al­gengar á Ís­landi og í öðrum Norður­löndunum.

Við eyðum ævinni innan­dyra og þess vegna er inni­vist okkur mikil­væg

Hún sagði ein­kennin vegna raka­skemmda hjá ein­stak­lingum geta verið mis­jöfn og marg­vís­leg en að öndunar­færa­ein­kenni og astma séu 30 til 50 prósent al­gengari hjá ein­stak­lingum sem búa í röku hús­næði. Þegar talað er um börn er hærri tíðni sýkinga í efri loft­vegum og berkju­bólgu.

María fór að því loknu yfir þær for­sendur sem þarf svo að mygla geti byrjað að vaxa. Hún sagði afar sjald­gæft að mygla valdi of­næmi hjá fólki og að að­eins um þrjú pró­esent þeirra sem fyrir eru með of­næmi séu með of­næmi fyrir myglu­sveppum. Þá talaði María um ýmis efni sem geta losnað úr læðingi þegar myglu­sveppur byrjar að vaxa.

„Þau sem eru með of­næmi, asma og annað slíkt eru við­kvæmari fyrir loft­gæðum en aðrir og eru oft fyrst að finna fyrir þessu og láta vita,“ sagði María og að af­leiðingar þess geti verið astma, bólga og erting í nefi og augum, exem, öndunar­færa­sýkingar, bæn­da­lunga eða allergic al­veolitis, raka­tækja­sótt.

Ýmis konar skráning veikinda

Þá fór María yfir það hvernig veikindin eru skráð hjá læknum þegar sjúk­lingar koma til þeirra með ein­kenni en að al­mennt sé oft skráð að fólk sé veikt með þrá­látar bólgur í nefi, ennis- og kinn­holu­bólgur, astma og las­leiki og þreytu. En að það hafi verið sam­þykkt af land­læknis­em­bættinu sér­stakt skráningar­númer þar sem hægt er að skrá að fólk sé veikt vegna myglu í um­hverfi. Það er númer b 46.5

„Fyrst og fremst til að halda utan um þessa hópa til fram­tíðar, „ sagði María

Hún fór yfir það ferli sem fer í gang hjá lækni þegar búið er að greina og að það sé fundin með­ferð.

„Engar rann­sóknir sem stað­festa að ein­kennin séu or­sökuð af raka­skemmdum í um­hverfinu,“ sagði María og að það væri betra að geta tekið próf sem myndi stað­festa það en að ef að grunur væri um­um­hverfis­þætti sem valdi sjúk­dómi þá væri fólki ráð­lagt að forðast þá.

Hún í­trekað að rann­sóknir og með­ferð lækna beinist að ein­kennum fólks og lagði á­herslu á for­varnir, byggingar­efni og að það sé gert strax við leka í húsum. Þá sagði hún mikil­vægt að heil­brigðis­starfs­fólk, fag­aðilar og al­menningur sé fræddur.

„Við þurfum að halda á­fram í græna átt,“ sagði María í lokin og talað um efnin sem við notum. Hún sagði að svif­rykið sjáum við en að loft­mengun innan­hús sé ó­sýni­leg.

„Við þurfum hús sem styðja við heilsu og ef húsin eru skemmd þá þarf að laga þau snar­lega“

Skjáskot/Teams

Fjórðungur innivistar á vinnustaðnum

Sylgja Dögg Sigur­jóns­dóttir, líf­fræðingur og sér­fræðingur í inni­vist á byggingar­sviði EFLU verk­fræði­stofu tók svo við af Maríu á mál­stofunni og fjallaði um inni­vist, loft­gæði og raka­skemmdir.

Sylgja Dögg sagðist hafa rann­sakað inni­vist í um 16 ár, hafa skoðað sjö þúsund byggingar og hundruð vinnu­staða. Hún fór í fyrstu í erindi sínu yfir inni­vist og hvað hafi á­hrif á gæði hennar og loft­gæða. Auk þess sem hún fór yfir mögu­legar af­leiðingar slæmra loft­gæða eins og á vel­líðan fólks, svefn, við­veru í vinnu og frammi­stöðu þeirra. Þá sagði hún starfs­á­nægju geta breyst en það tengist því þá að fólk sefur illa eða er slappt.

„Við verjum 90 prósent af okkar tíma inni og ¼ af því vinnu­stöðum,“ sagði Sylgja og benti á að inni­loft geti verið marg­falt mengaðra en úti­loft í stór­borgum. Með því að auka loft­skipti aukum við líkur á að eyða þessum skað­legu loft­tegundum,“ sagði Sylgja Dögg.

Hún fór að­eins yfir það hvernig manneskjan hefur farið frá því að vinna úti og búa í torf­kofum í það að vinna inni og húsin séu meira ein­angruð og notað sé meira við önnur efni í byggingar­gerð eins og plast. Hún sagði að í dag sé ör­veru­mengið eins­leitara inni í húsum og að jafn­vægi á milli góðra og slæmra ör­vera sé að breytast sam­hliða þessari þróun.

Hún benti á að það séu margir aðrir þættir sem geti haft á­hrif á loft­gæði en bara raka­skemmdir og það geti verið, til dæmis, hreinsi­efnin sem við notum, inn­réttingar, gólf­efni, önnur efni eða ó­hrein­læti og benti á mikil­vægi þess að þrífa og taka ryk.

Sylgja benti á að frammi­staða eykst með auknum loft­skiptum því þá erum við að minnka styrkinn a þessum efnum. Með betri loft­skiptum líður okkur betur, af­kasta­geta er meiri og veikinda­dögum fækkar.

Hún sagði að núna snúist helstu á­skoranir í nú­tíma­sam­fé­lagi að því hve­nær eigi að taka at­huga­semdir frá starfs­fólki til greina. Hvernig út­tekt eigi að fara fram í til dæmis leigu­hús­næði og hver eigi að gera það. Þá sagði hún oft vera van­þekkingu hjá þeim sem taka við at­huga­semdum og að það þurfi að bæta úr því með fræðslu til starfs­manna.

„Það er til mikils að vinna, fyrir fyrir­tæki og stofnanir, að okkur líði vel,“ sagði Sylgja og að það ætti að vera inni­vistar­á­ætlun hjá hverju fyrir­tæki og stofnun. Það ætti að til­nefna á­byrgðar­aðila sem sér um eftir­fylgd og fram­kvæmd. Þá talaði hún líka um við­bragðs­á­ætlun þegar það koma upp at­huga­semdir, að upp­lýsinga­gjöf sé með góðum hætti og að allir séu fræddir.

Sylgja Dögg segir að á hverjum vinnustað eigi að vera innivistaráætlun og viðbragðsáætlun.
Mynd/Efla

Rakaskemmdir einn helsti áhrifaþátturinn

Sylgja sagði að þótt svo að aðrir þættir geti haft á­hrif séu raka­skemmdir einn helsti á­hrifa­þátturinn fyrir góð loft­gæði.

Hún segir marga þætti skipta máli og sýndi mynd sem má sjá hér að neðan en þar er talað um hönnun, fram­kvæmdir og frá­gang, val á byggingar­efnum, tjón eða eitt­hvað annað ó­vænt og margt fleira.

„Við­hald er mikil­vægur þáttur til að fyrir­byggja og það þarf að huga að því,“ sagði Sylgja Dögg.

Hún sagði það vera sér­staka á­skorun að vera á Ís­landi en benti þó á að myglu­gró eru alls staðar og valda ekki ó­þægindum fyrr en það kemur laki eða raki og þá myndast myglu­sveppir sem við viljum ekki hafa. Hún sagði það skipti máli hvort lakinn sé við­varandi.

Ýmislegt getur haft áhrif.
Mynd/Efla

Mikilvægt að skoða ástand húsnæðis í heild

Sylgja segir ekkert eitt tæki geta gefið merki um loft­gæði, það séu ýmsar mælingar en það sem þarf að huga að en það sé mikil­vægt að skoða í heild á­stand á byggingunni og að farið sé í á­hættu­mat.

Hún sýndi myndir sem sýndu það að vís­bendingar um raka þurfi ekki endi­lega að sýna fram á myglu heldur geti hún leynst annar staðar í húsinu.

Sylgja Dögg fór að lokum yfir þær á­skoranir sem eru fram undan en sagði stóra málið vera skort á leið­beinandi við­miðum fyrir fag­aðila og al­menning. Hún í­trekaði að mikil­vægt væri að fjár­festa í inni­vist, við­haldi og fyrir­byggjandi við­haldi. ,

„Bregðumst hratt við leka og vatns­tjónum,“ sagði Sylgja og að það þurfti að tryggja loft­gæði og hrein­læti.

Mál­stofan var haldin á Teams. Sjá hér að neðan.