Í gær greind­ist ó­vænt Co­vid-19 smit hjá inn­i­liggj­and­i sjúk­ling­i á Land­spít­al­an­um.

Í til­kynn­ing­u kem­ur fram að um leið og það gerð­ist hafi öfl­ugt við­bragð far­ið í gang og um­fangs­mik­il sýn­a­tak­a og að rakn­ing sé haf­in.

Deild­in sem smit­ið greind­ist á er lok­uð fyr­ir inn­lögn­um þar til að sótt­kví verð­ur af­létt við nei­kvæð­a sýn­a­tök­u á sjö­und­a degi frá út­setn­ing­u. Allir sjúk­ling­ar deild­ar­inn­ar eru í sótt­kví og nokk­ur fjöld­i starfs­mann­a ým­ist í vinn­u­sótt­kví C eða sótt­kví í sam­fé­lag­in­u.

Tólf inniliggjandi

Alls eru nú 12 sjúk­ling­ar liggj­a á Land­spít­al­a vegn­a Co­vid. Tíu liggj­a á bráð­a­leg­u­deild­um spít­al­ans og eru fimm þeirr­a ób­ól­u­sett­ir.

Á gjör­gæsl­u eru tveir sjúk­ling­ar og ann­ar þeirr­a í önd­un­ar­vél. Engir sjúk­ling­ar í inn­lögn eru hálf­ból­u­sett­ir. Með­al­ald­ur inn­lagðr­a er 57 ár.

Sjúk­ling­ur á sex­tugs­aldr­i, með COVID-19, lést á Land­spít­al­a á síð­ast­a sól­ar­hring. Tveir sjúk­ling­ar hafa því lát­ist í fjórð­u bylgj­u far­ald­urs­ins. Báð­ir voru þeir er­lend­ir ferð­a­menn.