Inn­flytj­endur eru með lægri laun en inn­fæddir en þó eru þeir ekki ó­á­nægðari með þau en inn­fæddir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kom út í dag og fjallar um inn­flytj­endur og stöðu þeirra á vinnu­markaði í Co­vid-kreppunni.

Þar kemur enn fremur fram að konur af erlendu bergi brotnar voru með lægri tekjur en erlendir karlar en munur á launum kynjanna var þó minni en á meðal innfæddra. Starfsreynsla hafði marktæk jákvæð áhrif á tekjur innflytjenda en auk þess höfðu innflytjendur sem störfuðu sem sérfræðingar eða tæknar hærri tekjur en aðrir innflytjendur. Hins vegar höfðu iðnaðarmenn í röðum innflytjenda eða þeir sem störfuðu við þjónustu marktækt lægri tekjur en aðrir innflytjendur. Einnig þeir sem störfuðu í sjávarútvegi en því var öfugt farið meðal innfæddra .Þá höfðu innflytjendur sem bjuggu einir, á Akureyri eða höfuðborgarsvæðinu, marktækt lægri tekjur.

Í skýrslunni eru sex þættir teknir til skoðunar, það er á­nægja með laun, at­vinnu­öryggi, úr­val at­vinnu, mögu­leikar til eigin at­vinnu­rekstrar og upp­gefin laun og hamingja. Sam­kvæmt niður­stöðum skýrslunnar stóðu inn­flytj­endur að­eins jafn­fætis inn­fæddum að einu leyti og það var á­nægja með laun. Að öðru leyti stóðu þeir verr og verst hvað at­vinnu­öryggi varðaði.

Fimmtán prósent þjóðarinnar

Fram kemur í skýrslunni að á milli áranna 2016/2017 og 2020 hafi komið fram vís­bendingar um að staða inn­flytj­enda hafi al­mennt orðið verri á vinnu­markaði, mest hvað varðaði at­vinnu­öryggi. Ýmis önnur bú­setu­skil­yrði höfðu líka versnað og þá helst varðandi fram­færslu og ýmsa þjónustu. Nokkur höfðu batnað að mati inn­flytj­enda og helst hvað varðaði leigu­í­búðir, vega­kerfið og net­tengingar.

Inn­flytj­endur voru sam­kvæmt mann­fjölda­tölur Hag­stofu Ís­lands 15 prósent í janúar árið 2021 en voru að­eins 1,9 prósent í janúar árið 1996. Á þeim tíma tí­faldaðist því fjöldi þeirra. Árið 2018 störfuðu flestir inn­flytj­enda í ein­kennandi greinum ferða­þjónustunnar (27%), næst flestir í fram­leiðslu (18%) og í þriðja sæti voru störf hjá hinu opin­bera (13%). Þær br­reytingar höfðu orðið árið 2020 að hlut­falls­lega flestir inn­flytj­endur störfuðu í fram­leiðslu (20%), ein­kennandi greinum ferða­þjónustunnar (20%) og opin­berri þjónustu (18%) og þeim fjölgaði mest hjá hinu opin­bera milli áranna 2018 og 2020 af þeim at­vinnu­greinum sem sjónum var beint að. Þeim fækkaði í flestum öðrum at­vinnu­greinum, mest í ferða­þjónustu.

Möguleikar til atvinnureksturs minni

Þá kemur fram að í júlí 2022 var at­vinnu­leysi inn­fæddra orðið á­þekkt því sem það hafði verið í júlí 2018. At­vinnu­leysi inn­flytj­enda var enn þá nokkru hærra, nema á Vestur­landi þar sem það var nærri til jafns því sem var í júlí 2018.

Í skýrslunni segir einnig að mögu­leikar inn­flytj­enda til að ráðast í eigin at­vinnu­rekstur árið 2020 voru rýrari en inn­fæddra.

„Þeir inn­flytj­endur sem unnu mikið sam­kvæmt starfs­hlut­falli virtust hafa al­mennt færri tæki­færi til að hefja at­vinnu­rekstur en aðrir inn­flytj­endur. Einnig virtist það vinna gegn þeim að þessu leyti ef þeir voru ein­stæðir for­eldrar. Hins vegar jók starfs­reynsla mögu­leikana á að ráðast í eigin at­vinnu­rekstur, sem og tryggð við at­vinnu­rek­endur, tekjur, bú­seta á Akur­eyri eða stúdents­próf eða próf í iðn­grein,“ segir í skýrslunni.

Margt fleira kemur fram í skýrslunni eins og að ein­stæð for­eldri af er­lendum upp­runa virtust vera í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu á vinnu­markaði og að inn­flytj­endur sem búa í fjöl­mennari sam­fé­lögum stóðu yfir­leitt betur á vinnu­markaði árið 2020 en inn­flytj­endur í fá­mennari sam­fé­lögum.

Greining skýrslunnar byggir á skoðana­könnun þar sem rúm­lega 16.000 manns tóku þátt árin 2016, 2017 og Co­vid-árið 2020. Rann­sóknina í heild sinni má finna hér á vef Sam­taka sveitar­fé­laga á Vestur­landi.