Innflytjendum á Íslandi fjölgar enn hlutfallslega, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir eru nú 61.148 eða 16 prósent mannfjöldans.

Hlutfall innflytjenda er nokkuð mismunandi eftir landshlutum. Hæst er hlutfallið á Suðurnesjum eða um 28 prósent af fyrstu eða annarri kynslóð.

Vestfirðir eru í öðru sæti yfir þá landshluta sem skarta mestum innfluttum mannauði hlutfallslega. Þar er hlutfall innflytjenda 22,3 prósent.