Innbrotum á heimili fjölgar talsvert milli mánaða en flestum öðrum glæpum hafa fækkað. Þetta kemur fram í mánaðartilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölgun var þá á skráðum hegningarlagabrotum í júní en frá mánuðinum á undan eða samtals 955 mál.

Tilkynningar um innbrot fjölgaði á milli mánaða, alls um 59 innbrot á heimili. Jafn margar tilkynningar hafa ekki borist í einum mánuði frá því í desember 2018. Heildarfjöldi innbrota eru þó svipaðar á milli ára 2019 til 2021. Flest innbrot áttu sér í miðborginni, Vesturbæ, Seltjarnarnesi, Háaleiti, Hlíðunum og Laugardal.

Ofbeldisbrotum fækkar á milli mánaða, en alls bárust 116 tilkynningar í júní. Það sem af er ári hafa borist álíka jafn margar tilkynningar að meðaltali á sama tímabili síðast liðin þrjú ár á undan.

Ofbeldi gegn lögreglu eykst

Átta brot voru skráð þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi og er það þó nokkur fjölgun frá því í maí.

Alls voru skráð 57 tilkynningar um heimilisofbeldi í júní, sem er minna en í mánuðinum á undan. Tilkynningum hefur þó fjölgað um 18% samanborið við sama tímabil síðast liðin þrjú ár.

Aukning hefur verið á tilkynningum um eignarspjöll en alls voru skráðar 177 brot.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fækkaði einnig á milli mánaða líkt og tilkynningar þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Í júní voru skráð 708 umferðarlagabrot, að hraðamyndavélum undanskildum sem eru 24 prósent færri en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.