Það var til­kynnt um inn­brot í Kópa­vogi í morgun þegar maður sást fara inn um glugga í í­búðar­hús­næði. Kemur þetta fram í dag­bók lög­reglu, en reyndist þetta ekki vera inn­brots­þjófur heldur hús­ráðandinn sjálfur sem hafði læst sig úti.

Í mið­borginni var til­kynnt um reyk sem kom frá fjöl­býlis­húsi og var mikill við­búnaður vegna málsins. Það reyndist eldur hafa kviknað í rusla­poka á svölum í­búðar og sprakk rúða í í­búðinni vegna hitans. Í­búðin var mann­laus þar sem fram­kvæmdir standa yfir, en ekki er enn vitað um upp­tök eldsins.

Þá sparkaði maður upp hurð í fjöl­býlis­húsi í Reykja­vík, en maðurinn var gestur í næstu íbúð. Ekki er vitað af hverju hann sparkaði upp hurðinni, en lög­reglan kveðst vita hver hann er.

Þá segir lög­regla að öku­menn sem aka um á nagla­dekkjum eigi sér litlar máls­bætur, en ef öku­maður staðin að því að aka um á slíkum dekkjum er sektin litlar 20.000 krónur fyrir hvert nagla­dekk.