Lög­reglu­yfir­völdum í Tampa í Flórída­ríki í Banda­ríkjunum barst í síðustu viku til­kynning frá íbúa í ein­býlis­húsi í borginni um inn­brots­þjóf. Inn­brots­þjófurinn var í miðju kafi við að elda sér morgun­mat í eld­húsi við­komandi þegar í­búinn kom að honum.

At­vikið átti sér stað eftir klukkan fjögur um morguninn á þriðju­daginn var. Um var að ræða ní­tján ára ölvaðan gamlan ung­lings­pilt að því er fram kemur í um­fjöllun ABC News.

Þegar í­búinn vaknaði við læti í eld­húsinu kíkti hann fram, þar sem pilturinn var að elda sér mál­tíð. Inn­brots­þjófurinn sagði í­búanum þá að drífa sig aftur í háttinn. Í­búinn féllst ekki á það heldur hringdi á lög­regluna og hljóp pilturinn þá út en lög­reglan hafði hendur í hári hans.