Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur nú til rann­sóknar inn­brot í ný­byggingu við Dal­brekku 2-14 í Kópa­vogi í gær, þar sem miklu magni af verk­færum og byggingar­efnum var stolið. Tjónið er talið hlaupa á milljónum króna.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu en þar segir að unnið hafi verið í húsinu til klukkan 17 á laugar­dag, og aftur á mánu­dag. Inn­brotið hafi því lík­lega átt sér stað ein­hvern tímann á því tíma­bili.

Þeir sem telja sig geta varpað ljósi á málið eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í gegnum net­fangið a­dals­[email protected] eða í einka­skila­boðum á Face­book. Á með­fylgjandi myndum má sjá hluta af þeim verk­færum sem stolið var í inn­brotinu.