Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur tilkynningum í nótt er varðar eignaspjöll á bifreiðum, samkvæmt dagbók lögreglu.

Í dagbókinni segir að eignaspjöll hafi orðið á bifreiðum hjá lögreglustöð eitt, sem þjónustar Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Þar var tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir, þar sem tveir menn voru að reyna að opna bíla, en án árangurs. Þegar lögregla kom á staðinn voru mennirnir farnir.

Tilkynning barst einnig um innbrot og eignaspjöll í bifreið lögreglustöð þrjú. sem þjónustar Kópavog og Breiðholt. Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um líkamsárás þar sem gerandinn handtekinn á vettvangi.

Lögregla sinnti tveimur útköllum vegna hávaða í heimahúsum. Annað þeirra tengdist samkvæmi, þar sem húsráðandi var beðinn um að lækka.