Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hafi verið um innbrot í hverfi 103, 105 og 108.

Rótað var á öllum heimilum og einhverjar skemmdir tilkynntar. Á heimilinu í hverfi 108 kviknaði á öryggiskerfi sem fældi þjófana burt en þegar lögregla kom á vettvang fundust munir úr fyrri innbrotum.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum en þar var ráðist á dyravörð. Að sögn dagbók lögreglunnar fékk hann hnefahögg í andlitið.

Þá var tilkynnt um slys í hverfi 101 en þar datt ungur maður af rafmagnshlaupahjóli. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að hann hafi verið með skurð á andliti og illa áttaður. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.