Karlmaður var handtekinn í nótt eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í fyrirtæki á Granda í Vesturbænum klukkan hálf tvö í nótt.

Maðurinn var handtekinn nærri vettvangi þar sem hann faldi sig í vörurými sendiferðabíls. Einnig náði lögregla að endurheimta þýfið. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Rétt fyrir miðnætti í gær kviknaði í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi og bar mikinn reyk frá vettvangi. Ekki er vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn.

Stuttu eftir miðnætti í gær missti ökumaður stjórn á bíl sínum Kringumýrarbrautinni og ók á vegrið. Hann var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og bíllinn fjarlægður.

Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni á Höfðabakka, en tilkynnt hafði verið um ökumaðurinn hefði valdið umferðaróhappi á Vesturlandsvegi í grennd við Miklubraut þar sem höggvari bílsins datt af og varð eftir. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Engin meiðsl voru á fólki.