Vol­ó­­dómír Zelenskíj tók við em­bætti for­seta Úkraínu í dag. Við em­bættis­tökuna til­kynnti hann að þingi skyldi slitið og að boðað yrði til nýrra kosninga.

Zelenskíj, sem hefur enga reynslu af stjórn­málum, sigraði Petró Por­ó­sjen­kó, þá sitjandi for­seta, nokkuð örugg­lega í kosningum sem fóru fram í apríl.

„Það er í höndum fólksins að koma þeim til valda sem þjóna munu al­menningi,“ sagði Zelenskíj við em­bættis­tökuna.

Hann boðar breytta tíma í Úkraínu og var hann afar gagn­rýninn á Por­ó­sjen­kó og stjórnar­hætti hans í kosningabaráttu sinni. Vla­dí­mír Pútín Rúss­lands­for­seti segist ekki ætla að óska þessum fyrrum gaman­leikara með em­bættið fyrr en hann bregst við og stillir til friðar í sam­skiptum Úkraínu­manna og Rússa.

Zelenskíj hefur greinilega ekki varið varhluta af árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem tekið hefur þátt á Evrópumeistaramótinu árið 2016 og heimsmeistaramótinu í fyrra. Við embættistökuna gerði hann landsliðið að umfjöllunarefni sínu.

„Við þurfum að verða eins og Ís­lendingar í knattspyrnu, Ísraelar þegar kemur að því að verja landið okkar og Japanir þegar kemur að tækni­þróun,“ sagði hann og ítrekaði mikilvægi þess að Úkraína tæki framförum.

Hann sagði að fyrsta verk sitt yrði að koma á vopna­hléi í Donbass-héraði í austur­hluta Úkraínu. Þar eru að­skilnaðar­sinnar, sem að­hyllast Rússum, við völd. Á­greiningur Úkraínu­manna og Rússa hefur staðið frá árinu 2014 þegar Rússar inn­limuðu Krím­skaga í ríki sitt.

Frétt BBC.