Innanríkisráðherra Úkraínu er meðal látinna í þyrluslysi. Þyrlan hrapaði við hlið leikskóla í útjaðri Kænugarðs. Tvö börn eru meðal látinna og tíu eru slösuð á spítala. Alls hafa 22 verið fluttir á spítala í kjölfar slyssins.

Ráðherrann, Denys Monastyrsky, var í þyrlunni ásamt átta öðrum en þyrlan var í eigu almannavarna ríkisins. Eftir að þyrlan hrapaði kviknaði í nærri leikskólanum og þurfti því að flytja bæði starfsfólk og börn af honum

Á vef breska ríkisútvarpsins segir að á tíma slyss hafi verið myrkur og þoka og að fyrstu fréttir af slysinu hafi sagt að þyrlan hafi lent á leikskólanum áður en hún brotlenti nærri íbúðabyggingu.