Priti Patel, innan­ríkis­ráð­herra Bret­lands, sam­þykkti í dag að Juli­an Ass­an­ge, stofnandi Wiki­Leaks, yrði fram­seldur til Banda­ríkjanna. The Guar­dian greinir frá. Ass­an­ge er eftir lýstur í Banda­ríkjunum vegna á­sakana um sam­særi og njósnir.

Dóm­stólar í Bret­landi lögðu fram í apríl að Ass­an­ge skyldi vera fram­seldur til Banda­ríkjanna. Lög í Bret­landi hljóða svo­leiðis að innan­ríkis­ráð­herra verður að stað­festa fram­sals­beiðni dóm­stóla og það gerði Patel fyrr í dag. Ass­an­ge hefur tvær vikur til þess að á­frýja.

Ass­an­ge, sem er fimm­tugur, er eftir­lýstur í Banda­ríkjunum vegna á­sakana um sam­særi og njósnir í kjöl­far leka Wiki­Leaks á hundruð þúsunda skjala sem tengjast stríðunum í Afgan­istan og Írak á árunum 2010 og 2011.

Ass­an­ge dvaldi í sjö ár í sendi­ráði Ekvador í Lundúnum en var hand­tekinn árið 2019 af breskum yfir­völdum fyrir að hafa brotið bresk lög um lausn gegn tryggingu þegar hann flúði sendi­ráðið árið 2012.