Ný innan­lands­smit greindust eftir há­degi í dag. Þetta stað­festir Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, stað­geng­ill sótt­varna­læknis, í sam­tali við mbl.is.

Að hennar sögn liggur ná­kvæmur fjöldi ekki fyrir en smitin eru á bilinu fimm til tíu. Sum eru með þekktar tengingar við eldri smit, en önnur ekki. Einn ein­stak­lingur liggur á Land­spítalanum vegna kórónu­veirunnar en um er að ræða eldri borgara sem er í á­hættu­hópi.

Í há­deginu í dag var til­kynnt að 39 ein­staklingar væru í ein­angrun með CO­VID-19 en 10 til­felli bættust við í gær.

Sam­komu­banns­reglur voru hertar í dag og taka í gildi í há­deginu á morgun.