Alls greindust 1.213 smit innanlands í gær en 3.887 einkennasýni voru greind. Um 50 prósent voru í sóttkví við greiningu. 1.179 sóttkvíarsýni voru greind.
Mun þetta vera fækkun milli daga þar sem yfir 1.500 smit hafa greinst síðustu þrjá daga.
Alls eru 11.297 í einangrun og 6.726 í sóttkví.
Þá eru 37 á sjúkrahúsi og 3 á gjörgæslu.