Innlent

Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs

Röskun hefur orðið á innanlandsflugi vegna veðurs. Staðan verður endurmetin þegar líður á morguninn.

Flugi hefur verið frestað vegna veðurs. Fréttablaðið/Vilhelm

Allt innanlandsflug liggur niðri sem stendur vegna veðurs. Hávaðarok og rigning hefur verið víða og gaf Veðurstofa út gula viðvörun fyrir mest allt Suður og Vesturland í gær og í nótt. Fljúga átti til Egilsstaða og Akureyrar í morgun, en þeim ferðum hefur verið frestað vegna veðurs. Flug síðdegis í dag er á áætlun, en staðan verður endurmetin klukkan 10:15. 

Röskun virðist einnig hafa orðið á millilandaflugi, ef marka má heimasíðu Isavia. Þar kemur fram að vegna veðurs megi búast við röskunum á flugi á Keflavíkurflugvelli. Er fólki bent á að fylgjast með uppfærslum á lugtímum á heimasíðu Isavia, eða skrá sig í tilkynningarþjónustu okkar á Messenger og Twitter. Frekari upplýsingar má nálgast hjá flugfélögunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Innlent

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Innlent

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Auglýsing

Nýjast

Sá Maren síðast á lífi á Ís­landi

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Danir vara við því að vera einn á ferð um Marokkó

Gulu vestin brenndu og stórskemmdu tollahlið

Auglýsing