Yngsta barnið með COVID er ekki orðið eins árs en 23 börn á leikskólaaldri eru nú í einangrun vegna veirunnar. Þá eru 17 grunnskólabörn smituð, langflest á aldrinum 6-12 ára. Alls eru 113 með virkt smit, langflestir yngri en 18 ára samkvæmt covid.is.

Börn á leikskólanum Jörfa halda áfram að greinast, sum þó ekki fyrr en í seinni sýnatöku en smitið er rakið til einstaklinga sem ekki virtu sóttkví og einangrun.

Alls þurfa 472 að dúsa í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu og 17 á Suðurlandi en í öðrum landshlutum eru tölurnar mun lægri. Þá eru alls 827 í skimunarsóttkví.