Inga Sæ­land, for­maður og þing­maður Flokks fólksins, krafði Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra svara um desem­ber­upp­bót fyrir ör­yrkja, elli­líf­eyris­þega og fá­tækar fjöl­skyldur.

Mikið var um framíköll og varð þing­manninum heitt í hamsi og sagði að eftir enda­lausar skerðingar trygginga­kerfisins endi fá­tækasta fólkið í landinu á núlli. „Þetta er bjarnar­greiði sem gerir ekkert fyrir fá­tækasta fólkið í landinu,“ sagði Inga og spurði hvort Katrín ætlaði sér að bjóða fá­tæku fólki skatt­frjálsan jóla­bónus í stað þess að fara í heildar­endur­skoðun á kerfinu.

„Það hefur ekkert að segja fyrir ör­yrkja og aldraða sem eiga ekki fyrir salti í grautnum þó að það sé að fara að endur­stokka upp þetta hand­ó­nýta Trygginga­stofnunar­kerfi,“ sagði Inga.

Katrín tók undir með Ingu, að hver við­bótar­hækkun skerði ýmist aðra bóta­flokka eða aðrar tekjur og því væri nauð­syn­legt að endur­skoða allt kerfið. Lýsti Katrín yfir furðu að heyra Ingu tala um heildar­endur­skoðun á Trygginga­kerfinu með háðungar­tóni.

„Ég er að tala um hvort fátækt fólk og öryrkjar geti keypt sér eitthvað annað heldur en halda áfram að elda hafragraut og vera með hrísgrjónagraut í matinn.“

Inga sagði málið ekki snúast um gallað Trygginga­kerfi og á­form eftir ára­mót heldur að­gerðir núna fyrir jól.

„Ég er að tala um jólin núna sem er að verða hér eftir um hálfan mánuð. Ég er að tala um hvort fá­tækt fólk og ör­yrkjar geti keypt sér eitt­hvað annað heldur en halda á­fram að elda hafra­graut og vera með hrís­grjóna­graut í matinn.“

Svaraði þá Katrín að ríkis­stjórnin væri að horfa sér­stak­lega til þessa hóps í fjár­laga­frum­varpinu sem væri til skoðunar hjá fjár­laga­nefnd sem gæti tekið af­stöð til frekari úr­bóta.

Logi Einarsson, formaður og þingmaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvort ekki væru til 900 milljónir til að greiða út skattlausa desemberuppbót.

Logi Einars­son, for­maður og þing­maður Sam­fylkingarinnar, spurði einnig forsætisráðherra hvort ekki væri hægt að greiða út 50 þúsund krónur skerðingar­laust til að hjálpa fá­tækasta fólkinu í landinu.

„Desem­ber­upp­bótin eins og við þekkjum skerðist öll. Hún núllast út vegna skatt­greiðslu og skerða slíka greiðslurnar þannig að það hjálpar ekki þessu fólki,“ sagði Logi.