Ingólfur Þórarins­son, betur þekktur sem Ingó Veður­guð ætlar að á­frýja dómi Héraðs­dómi Reykja­víkur sem féll þann 30. maí í meið­yrða­máli hans gegn Sindra Þór Sig­ríðar­syni Hilmars­son.

„Dómurinn sem féll var ber­sýni­lega rangur. Við tókum stöðuna og á­frýjun varð niður­staðan,“ segir Auður Björg Stefáns­dóttir, lög­maður Ingólfs.

Ingólfur krafðist þess fyrir héraðs­dóm að um­mæli Sindra um hann yrðu dæmd dauð og ó­merk. Einnig krafðist hann þriggja milljóna króna í miska­bætur.