Innlent

Þingmenn glöddu fermingardreng

Formaður, varaformaður og ritari Sjálfstæðisflokksins glöddu fermingardrenginn Eið Axelsson í gær. Eiður er gallharður Sjálfstæðismaður þrátt fyrir ungan aldur og var því að sjálfsögðu Sjálfstæðisþema í veislunni.

Bjarni Benediktsson, Eiður Axelsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mynd/Aðsend

Það var furðulostinn fermingardrengur sem tók á móti þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í fermingarveislu sinni í gær. Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mættu öll í fermingu Eiðs Axelssonar sem gekk í fullorðinna manna tölu í gær. Eiður er líklega með yngri Sjálfstæðismönnum hér á landi, en hann hefur eldheitan áhuga á stjórnmálum og hefur fylgst með þeim alveg frá því hann var átta ára. 

Fékk ræðu frá formanni og ritara

Líkt og fyrr segir fermdist Eiður í gær og í tilefni þess var slegið til veislu og fermingardrengurinn sjálfur fékk að velja þemað, sem var að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokkurinn. „Mamma vildi nú hafa þetta aðeins eðlilegra, en svo náði ég að fullvissa hana um að fermingarþemað væri byggt á áhugamáli hvers og eins og áhugamálið mitt er nú stjórnmál,“ segir Eiður í samtali við Fréttablaðið. Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins héldu ræðu um Eið og starf hans í flokknum sem vakti mikla lukku í salnum. 

Eiður hlýðir á orð Bjarna Benediktssonar, en bæði Bjarni og Áslaug Arna héldu ræðu um Eið og starf hans í flokknum.

Meira að segja vinstrimenn snortnir

Að sögn Eiðs var veislan rosalega skemmtileg og óvæntu gestirnir vöktu mikla lukku, þó honum hafi hrokkið í kút þegar hann sá þessa merkilegu gesti. „Ég var nú bara að fá mér að drekka í mestu rólegheitum þegar mamma kallaði á mig að það væru komnir gestir. Ég hélt kannski að þarna væri einhver úr fjölskyldunni, en þá voru þetta bara vinir mínir úr Sjálfstæðisflokknum.“

„Þegar veislan var búin að standa í svona klukkutíma birtust þau þrjú með gjöf og blá blóm fyrir hann. Andrúmsloftið var magnað í salnum og þetta kom honum svo á óvart. Meira að segja vinstra fólkið í salnum táraðist af gleði þegar þau sáu svipinn á honum,“ tjáir Agnes Veronika, mamma Eiðs, blaðamanni.

„Bæði Bjarni og Áslaug sögðu svo margt fallegt um mig og mér finnst svo gaman að ég geti kallað til félagana og ég er svo stoltur af því að eiga svona marga vini sem maður getur treyst,“ segir Eiður að lokum. 

Einhverfan mjög gagnleg

Saga Eiðs er er mjög merkileg, en Fréttablaðið greindi frá henni og ræddi við Eið sjálfan í mars síðastliðnum. Eiður fæddist sex vikum fram í tímann og fór til Boston í hjartaþræðingu einungis tveggja daga gamall. Hann er greindur með CP, eða Cerebal Palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Síðar var hann greindur á einhverfurófi. Eiður tekur þó lífinu léttilega og sagði samtali við Fréttablaðið fyrr á þessu ári að einhverfan gagnaðist sér mjög vel því hann veit ótrúlegustu hluti og fær áhuga á ótrúlegustu hlutum, eins og til dæmis stjórnmálum. 

Eiður og fjölskylda í fermingunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Alltaf bara hlustað á mömmu

Innlent

Ör­vænting þegar bilaður rúllu­stigi þeytti fólki áfram

Innlent

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Auglýsing

Nýjast

Niður­staða á­frýjunar­nefndar til skoðunar hjá Isavia

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Aurus Arsenal er hærri gerð forsetabíls Putin

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Dæmd­ur fyr­ir að skall­a mann á bíl­a­stæð­i á Skag­an­um

Kallaði ekki eftir hjálp og lét sig hverfa

Auglýsing