Indland

Þing­maður klæddi sig eins og Hitler til að mót­mæla

Ind­verskur þing­maður þykir hafa farið yfir strikið þegar hann klæddi sig í dular­gervi þýska ein­ræðis­herrans Adolfs Hitlers til að mót­mæla á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar þar í landi.

Sivaprasad í dulargervi sínu sem Adolf Hitler. Fréttablaðið/Getty

Mörgum þykir indverski þingmaðurinn Naramalli Sivaprasad hafa farið yfir strikið á dögunum. Til þess að mótmæla því sem hann kallar „brostið loforð“ forsætisráðherrans Narendra Modi mætti hann dulargervi þýska einræðisherrans Adolfs Hitlers. BBC greinir frá.

„Ég fanga athygli fólks með þessu og fæ það til að hugsa,“ er haft eftir þingmanninum. Hann er fyrrum leikari og hefur margsinnis áður látið óánægju sýna í ljós með því að klæðast búningum og dulargervum.

„Það er ástæða að baki öllu sem ég geri. Hitler leitaði aldrei ráðgjafar og vann aldrei í þágu fólksins,“ segir Sivaprasad enn fremur og gefur í skyn að líkindi séu meðal Modi og einræðisherrans þýska.

Mótmælin beinast að ákvörðun ríkisstjórnar Modi að neita að setja Andhra Pradesh-fylkið, í suðurhluta landsins, í sérstakan flokk (e. special category). Það felur í sér að þau fylki Indlands, sem hallað hefur á í gegnum tíðina, fá fjárhagsaðstoð.

Sivaprasad hefur áður mætt í fjölmörgum dulargervum og búningum til að láta í ljós skoðun sína en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þingmanninum skrautlega.

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Indland

Ausa mjólk yfir stjörnurnar

Indland

Kvarta yfir þyrlueinokun á Indlandi

Indland

Hætta við að reyna að sækja líkið

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Auglýsing